Heimsoknatimi.is hjálpar þér að skipuleggja heimsóknir.
Skipulagðu heimsóknartíma til þeirra sem þurfa á heimsókn eða ummönun að halda og búa einir eða á sjúkrahúsum, sambýlum, hjúkrunarheimilum, fangelsum eða öðrum slíkum stöðum. Við hjálpum þér að halda utan um heimsóknirnar svo hægt sé að fylgjast með t.d að viðkomandi fái heimsóknir og að ekki allir komi á sama tíma og einnig að passa upp á að það líði ekki of langur tími á milli heimsókna. Engin á skilið að verða aleinn en því miður er oft hætta á að heimsóknum fækki þegar viðkomandi er vistaður á langtímastofnun eða býr aleinn. Gott er að geta fylgst með að viðkomandi fái reglulegar heimsóknir og gleymist ekki, einnig er gott t.d. um hátíðir og hátíðisdaga að geta skipulagt heimsóknir með fjölskyldu og vinum til að dagarnir nýtast sem best. Sýnum hvort öðru væntum þykju og hlýju, við eigum það skilið.
Á tíma hraða og tímaleysis hjálpar heimsoknartimi.is þér og þínum til að þjappast saman, tryggja fjölskylduböndin og vináttu og dreyfa ábyrðinni jafnt á alla.
Á vefnum er hægt að skrá inn á dagatal hvenær viðkomandi ætlar að koma í heimsókn og einnig fylgjast með hvaða daga ættingar eða vinir skrá sig á.
Á vefnum er hægt að halda dagbók þar sem heimsókninni er lýst og jafnvel talað um ástand þeirra sem heimsóttir eru eða eitthvað annað sem við á hverju sinni.
Á vefnum er hægt að skrá inn það sem viðkomandi vantar eða sniðugt er að gera fyrir viðkomandi, skrá inn nöfn á læknum, hjúkrunarfólki, sjúkraþjálfun, hárgreiðslustofu, áríðandi símanúmer eða öðru sem þurfa þykir. Á vefnum er hægt að setja inn myndir, hvort sem er að líðandi stundum eða gömlum góðum minningum. Á vefnum er hægt að senda vinum og ættingjum boð til að gerast meðlimur að skipulagaðri heimsóknartíma, aðeins einn þarf að stofna aðgang og getur hann sent öðrum vina eða fjölskylduaðgang. Á vefnum er hægt að senda öðrum boðnum meðlimum skilaboð. Á vefnum er hægt að skrá inn profilmynd af viðkomandi og helstu upplýsingar. Á vefnum er hægt að hafa samband við heimsoknartimi.is í gegnum skilaboð.
Ice hosting service ehf
knt 6306141200
Sléttuvegi 3, 103 Reykjavík
Netfang
info@heimsoknartimi.is